Látinn vinna launalaust 24. júlí 2006 07:15 Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“ Innlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“
Innlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira