Atvinnuveiðar á hrefnu hefjast hugsanlega á næsta ári 24. júlí 2006 07:30 Hrefnuveiðimenn Allt að fjórir hrefnuveiðibátar eru við veiðar í senn og er allt útlit fyrir að það náist að veiða kvótann áður en framlengdu veiðitímabili lýkur 4. ágúst. MYND/Teitur Meginmarkmið rannsóknaráætlunarinnar, sem felur í sér veiðar á 200 hrefnum, er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu hér við land en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Sýnatökur hófust í ágúst 2003 og voru 37 hrefnur veiddar á veiðitímabilinu það árið. Árið 2004 voru 25 hrefnur veiddar og árið 2005 veiddust 39 hrefnur. Sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir veiðum á 50 hrefnum á veiðitímabilinu í ár og hafa 28 hrefnur verið veiddar af þeim kvóta. Veiðitímabilinu í ár átti að ljúka 4. ágúst en sökum mikillar brælu í sumar var ákveðið að lengja tímabilið til 18. ágúst. Hafrannsóknastofnunin gerði verktakasamning við Félag hrefnuveiðimanna vegna vísindaveiðanna en enginn annar leyfi til að veiða hér hrefnur. Á vef Hafrannsóknastofnunarinnar er tekið fram að vísindaveiðarnar séu ekki dulbúnar atvinnuveiðar þar sem tryggt sé að allur hugsanlegur ágóði af sölu afurða renni til rannsóknanna. Áður en veiðar hófust var gerð kostnaðaráætlun sem tók meðal annars til launa og reksturs skipa og í lok veiðitímabils er bókhald veiðimanna yfirfarið af endurskoðendum.Eftirspurn eftir hrefnukjötiAð sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, hefur sala á hrefnukjöti gengið vonum framar í ár. „Við byrjuðum á ákveðinni markaðssetningu í fyrra sem er að skila sér núna. Miðað við þá eftirspurn sem við erum að sjá er ekki hægt að segja að það sé ekki markaður fyrir hrefnukjöt á Íslandi.“ Gunnar segir að erlendir ferðamenn séu einna æstastir í að kaupa hrefnukjötið en hörð gagnrýni á hvalveiðar hefur undanfarin ár komið frá einum geira í ferðaþjónustu, fulltrúum hvalaskoðunarskipa. Hvalaskoðun og hvalveiðarHvalaskoðun hófst við strendur Íslands árið 1995 og hefur verið sívaxandi iðnaður síðan. Samkvæmt úttekt auðlindasérfræðings sem gerð var árið 2003 eru beinar og óbeinar tekjur í kringum milljarð að sögn Ásbjörns Björgvinssonar, formanns Hvalaskoðunarsamtakanna. „Aðalsöluvaran okkar er gæfustu og forvitnustu dýrin sem koma upp á bátunum. Það er því verið að skaða okkur með beinum hætti með veiðum þar sem þetta eru dýrin sem hrefnuveiðimenn skjóta helst.“ Ásbjörn segir að þegar ákveðið hafi verið að hefja vísindaveiðar hafi sjávarútvegsráðherra lofað að ekki yrði veitt á skilgreindum hvalaskoðunarsvæðum. „Þegar það var ekki að ganga eftir kvörtuðum við yfir því við sjávarútvegsráðuneytið og sýndum hvaða svæði það væru sem við hefðum verið að sigla um. Yfirmaður hvaladeildar Hafrannsóknastofnunarinnar sagði þá að þeir hefðu ekki áttað sig á því á hvaða svæði hvalaskoðunarskipin væru að sigla á og vildi ekki samþykkja þau.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, segir að vissulega sé ágreiningur um skilgreiningu á svæðum. „En við höfum notað þá reglu að fara ekki inn á þau svæði við vísindaveiðarnar þar sem hvalaskoðunarfyrirtækin eru í reglulegum ferðum. En sum fyrirtækin vildu skilgreina stærra hvalaskoðunarsvæði en við gátum samþykkt. Til dæmis er Faxaflóinn langþéttasta hrefnusvæði landsins og það myndi skekkja sýnatöku ef við værum útilokaðir þaðan.“ Gísli segir að Hafrannsóknastofnunin hafi ekki viljað beita sér fyrir því að svæðin yrðu skilgreind nákvæmlega þar sem um takmarkaða rannsókn sé að ræða. „Líkur eru á að atvinnuveiðar hefjist síðar og við vildum því ekki setja fordæmi núna.“ Hafrannsóknastofnunin hefur mælt með veiðum á hrefnu af líffræðilegum ástæðum á allt að 400 dýrum undanfarin ár. Um 44 þúsund hrefnur eru á landgrunni Íslands samkvæmt síðustu mælingu, sem fór fram árið 2001. Næsta mæling verður gerð eftir ár. Atvinnuveiðar rökrétt framhaldEkki hafa verið teknar neinar pólitískar ákvarðanir um hvað tekur við þegar vísindaveiðum lýkur, að sögn Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. „En ég tel rökrétt framhald að við stundum hvalveiðar í atvinnuskyni. Allar líffræðilegar forsendur eru til staðar og það er orðið óumdeilt að takmarkaðar veiðar munu ekki hafa nein neikvæð áhrif á hvalastofna nema síður sé. Og þjóðréttarlega séð höfum við allan rétt okkar megin.“ Einar segir þó að þetta þurfi að vega og meta út frá öllum hliðum. „Menn hafa talað um það að hvalveiðar myndu trufla aðra atvinnustarfsemi á borð við ferðaþjónustu. Nú höfum við stundað hvalveiðar í þrjú ár sem hefur ekki haft nein slæm áhrif á ferðaþjónustu nema síður sé. Reynslan hefur því sýnt að ótti manna var ástæðulaus.“ Spurður hvort ekki þurfi að skilgreina nánar svæði hvalaskoðunar annars vegar og hvalveiða hins vegar segir Einar það engan vanda. „Það má skilgreina svæði sem hvalveiðar fara ekki fram á til þess að koma til móts við hagsmuni hvalaskoðunarfyrirtækja. Hafsvæðið í kringum Ísland er nægilega stórt til að bera hvorutveggja hvalveiðar og hvalaskoðun.“ Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Meginmarkmið rannsóknaráætlunarinnar, sem felur í sér veiðar á 200 hrefnum, er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu hér við land en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Sýnatökur hófust í ágúst 2003 og voru 37 hrefnur veiddar á veiðitímabilinu það árið. Árið 2004 voru 25 hrefnur veiddar og árið 2005 veiddust 39 hrefnur. Sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir veiðum á 50 hrefnum á veiðitímabilinu í ár og hafa 28 hrefnur verið veiddar af þeim kvóta. Veiðitímabilinu í ár átti að ljúka 4. ágúst en sökum mikillar brælu í sumar var ákveðið að lengja tímabilið til 18. ágúst. Hafrannsóknastofnunin gerði verktakasamning við Félag hrefnuveiðimanna vegna vísindaveiðanna en enginn annar leyfi til að veiða hér hrefnur. Á vef Hafrannsóknastofnunarinnar er tekið fram að vísindaveiðarnar séu ekki dulbúnar atvinnuveiðar þar sem tryggt sé að allur hugsanlegur ágóði af sölu afurða renni til rannsóknanna. Áður en veiðar hófust var gerð kostnaðaráætlun sem tók meðal annars til launa og reksturs skipa og í lok veiðitímabils er bókhald veiðimanna yfirfarið af endurskoðendum.Eftirspurn eftir hrefnukjötiAð sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, hefur sala á hrefnukjöti gengið vonum framar í ár. „Við byrjuðum á ákveðinni markaðssetningu í fyrra sem er að skila sér núna. Miðað við þá eftirspurn sem við erum að sjá er ekki hægt að segja að það sé ekki markaður fyrir hrefnukjöt á Íslandi.“ Gunnar segir að erlendir ferðamenn séu einna æstastir í að kaupa hrefnukjötið en hörð gagnrýni á hvalveiðar hefur undanfarin ár komið frá einum geira í ferðaþjónustu, fulltrúum hvalaskoðunarskipa. Hvalaskoðun og hvalveiðarHvalaskoðun hófst við strendur Íslands árið 1995 og hefur verið sívaxandi iðnaður síðan. Samkvæmt úttekt auðlindasérfræðings sem gerð var árið 2003 eru beinar og óbeinar tekjur í kringum milljarð að sögn Ásbjörns Björgvinssonar, formanns Hvalaskoðunarsamtakanna. „Aðalsöluvaran okkar er gæfustu og forvitnustu dýrin sem koma upp á bátunum. Það er því verið að skaða okkur með beinum hætti með veiðum þar sem þetta eru dýrin sem hrefnuveiðimenn skjóta helst.“ Ásbjörn segir að þegar ákveðið hafi verið að hefja vísindaveiðar hafi sjávarútvegsráðherra lofað að ekki yrði veitt á skilgreindum hvalaskoðunarsvæðum. „Þegar það var ekki að ganga eftir kvörtuðum við yfir því við sjávarútvegsráðuneytið og sýndum hvaða svæði það væru sem við hefðum verið að sigla um. Yfirmaður hvaladeildar Hafrannsóknastofnunarinnar sagði þá að þeir hefðu ekki áttað sig á því á hvaða svæði hvalaskoðunarskipin væru að sigla á og vildi ekki samþykkja þau.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, segir að vissulega sé ágreiningur um skilgreiningu á svæðum. „En við höfum notað þá reglu að fara ekki inn á þau svæði við vísindaveiðarnar þar sem hvalaskoðunarfyrirtækin eru í reglulegum ferðum. En sum fyrirtækin vildu skilgreina stærra hvalaskoðunarsvæði en við gátum samþykkt. Til dæmis er Faxaflóinn langþéttasta hrefnusvæði landsins og það myndi skekkja sýnatöku ef við værum útilokaðir þaðan.“ Gísli segir að Hafrannsóknastofnunin hafi ekki viljað beita sér fyrir því að svæðin yrðu skilgreind nákvæmlega þar sem um takmarkaða rannsókn sé að ræða. „Líkur eru á að atvinnuveiðar hefjist síðar og við vildum því ekki setja fordæmi núna.“ Hafrannsóknastofnunin hefur mælt með veiðum á hrefnu af líffræðilegum ástæðum á allt að 400 dýrum undanfarin ár. Um 44 þúsund hrefnur eru á landgrunni Íslands samkvæmt síðustu mælingu, sem fór fram árið 2001. Næsta mæling verður gerð eftir ár. Atvinnuveiðar rökrétt framhaldEkki hafa verið teknar neinar pólitískar ákvarðanir um hvað tekur við þegar vísindaveiðum lýkur, að sögn Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. „En ég tel rökrétt framhald að við stundum hvalveiðar í atvinnuskyni. Allar líffræðilegar forsendur eru til staðar og það er orðið óumdeilt að takmarkaðar veiðar munu ekki hafa nein neikvæð áhrif á hvalastofna nema síður sé. Og þjóðréttarlega séð höfum við allan rétt okkar megin.“ Einar segir þó að þetta þurfi að vega og meta út frá öllum hliðum. „Menn hafa talað um það að hvalveiðar myndu trufla aðra atvinnustarfsemi á borð við ferðaþjónustu. Nú höfum við stundað hvalveiðar í þrjú ár sem hefur ekki haft nein slæm áhrif á ferðaþjónustu nema síður sé. Reynslan hefur því sýnt að ótti manna var ástæðulaus.“ Spurður hvort ekki þurfi að skilgreina nánar svæði hvalaskoðunar annars vegar og hvalveiða hins vegar segir Einar það engan vanda. „Það má skilgreina svæði sem hvalveiðar fara ekki fram á til þess að koma til móts við hagsmuni hvalaskoðunarfyrirtækja. Hafsvæðið í kringum Ísland er nægilega stórt til að bera hvorutveggja hvalveiðar og hvalaskoðun.“
Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira