Vilja fá alla umfram mjólkurframleiðslu 26. júlí 2006 03:30 Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur. Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Sjá meira
Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur.
Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Sjá meira