Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, og Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, undirrituðu í fyrradag samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér styrk til umferðarfræðslu skólabarna og almennings í Reykjavík.
Reykjavíkurborg mun veita árlegan styrk upp á átta milljónir króna til fastra verkefna, meðal annars útgáfu fræðsluefnis tengdu umferðarskólanum Ungir vegfarendur, umferðarfræðslu í leikskólum og jólagetraunar Umferðarstofu.