Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu 27. júlí 2006 06:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira