Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili 27. júlí 2006 07:00 Guðmundur Hallvarðsson Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“ Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“
Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira