Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast 29. júlí 2006 08:45 Gunnar sigurjónsson Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“ Innlent Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“
Innlent Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira