Fyrstu skrefin lofa góðu 4. ágúst 2006 13:00 í toppsætinu í svíþjóð Gunnar Þór er hér að skella sér í tæklingu í deildarleik gegn Djurgården í sænsku deildinni fyrr í sumar. MYND/nordicphotos/AFP Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál." Íþróttir Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál."
Íþróttir Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira