Deila um tilboð til íslenskra stjórnvalda 10. ágúst 2006 07:15 Varnarliðsmenn að störfum Óvíst er enn hver niðurstaðan verður í varnarviðræðunum milli Íslands og Bandaríkjanna. Til grundvallar liggur varnaráætlun sem lögð hefur verið fram af hálfu Bandaríkjamanna. MYND/Heiða Íslensk stjórnvöld hafa til skoðunar varnaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa lagt til grundvallar í viðræðum um skipan varnarmála á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir Íslands hönd, sagðist eiga von á því að samkomulag milli þjóðanna tveggja myndi nást fyrir septemberlok, en þá er áætlað að varnarliðið verði farið af landi brott. „Ég geri ráð fyrir því að fallist verði á varnaráætlunina, ef það næst samkomulag um málið í heild.“ Geir kynnti í gær fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna, hvaða tillögur hefðu komið fram í varnarviðræðunum. „Þetta mál er í viðræðuferli. Í síðustu viku fóru fram viðræður þar sem meðal annars var farið yfir varnaráætlun sem lögð hefur verið til grundvallar af hálfu Bandaríkjamanna. Einnig var rætt um önnur atriði sem lúta að viðskilnaði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og hvernig gengið verður frá þeim málum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu boðið Íslendingum 36 milljónir dollara, eða 2,5 milljarð króna, fyrir að hafa umsjón með fasteignum tengdum Atlantshafsbandalaginu á Miðnesheiði. Geir segir þessar upplýsingar rangar. „Ég kannast ekki við þessar upplýsingar sem Össur kom fram með, eða þá fjárhæð sem hann nefndi. Þessi orð Össurar komu okkur sem vinnum að þessum viðræðum í opna skjöldu og hann einn getur svarað fyrir það hvaðan hann fær þessar upplýsingar.“ Össur segist hafa traustar heimildir fyrir þessum upplýsingum og dregur í efa að boðleiðir innan ráðuneytis Geirs hafi náð til hans. „Ég dreg það ekki í efa, ef Geir segist ekki hafa heyrt af þessu tilboði, því ég þekki Geir ekki af öðru en að hann segi satt og rétt frá. Viðbrögð hans vekja hins vegar hjá mér spurningar um boðleiðir í utanríkisráðuneytinu, sem hann stýrði. Heimildir sem ég treysti, og ofbuðu þau vinnubrögð sem stjórnvöld hafa beitt í samningaviðræðunum, greindu mér frá því að Bandaríkjamenn hefðu óformlega fyrr á árinu, viðrað við Íslendinga að þeir væru tilbúnir til þess að greiða Íslendingum 36 milljónir dollara fyrir að sjá um ákveðin verkefni sem litu að umsjón og viðhaldi á fasteignum Atlantshafsbandalagsins. Hvernig sem því var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld er óhjákvæmilegt annað en að formaður viðræðunefndarinnar hafi vitað af því.“ Össur segir útreikninga, sem að baki tilboðinu liggja, hafa verið afhenta utanríkisráðuneytinu fyrr á þessu ári. „Ég veit hins vegar að upphæðin var niðurstaða útreikninga sem Bandaríkjamenn létu framkvæma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þetta væri kostnaðurinn við þessi tilteknu verk. Frá sömu heimildum hef ég það, að blöð með þessum útreikningum hafi verið afhent utanríkisráðuneytinu, ekki síðar en í maí eða júní á þessu ári. Ég hef nefnt þessa tölu við háttsetta embættismenn sem hafa kannast við þessa tölu.“ Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa til skoðunar varnaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa lagt til grundvallar í viðræðum um skipan varnarmála á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir Íslands hönd, sagðist eiga von á því að samkomulag milli þjóðanna tveggja myndi nást fyrir septemberlok, en þá er áætlað að varnarliðið verði farið af landi brott. „Ég geri ráð fyrir því að fallist verði á varnaráætlunina, ef það næst samkomulag um málið í heild.“ Geir kynnti í gær fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna, hvaða tillögur hefðu komið fram í varnarviðræðunum. „Þetta mál er í viðræðuferli. Í síðustu viku fóru fram viðræður þar sem meðal annars var farið yfir varnaráætlun sem lögð hefur verið til grundvallar af hálfu Bandaríkjamanna. Einnig var rætt um önnur atriði sem lúta að viðskilnaði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og hvernig gengið verður frá þeim málum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu boðið Íslendingum 36 milljónir dollara, eða 2,5 milljarð króna, fyrir að hafa umsjón með fasteignum tengdum Atlantshafsbandalaginu á Miðnesheiði. Geir segir þessar upplýsingar rangar. „Ég kannast ekki við þessar upplýsingar sem Össur kom fram með, eða þá fjárhæð sem hann nefndi. Þessi orð Össurar komu okkur sem vinnum að þessum viðræðum í opna skjöldu og hann einn getur svarað fyrir það hvaðan hann fær þessar upplýsingar.“ Össur segist hafa traustar heimildir fyrir þessum upplýsingum og dregur í efa að boðleiðir innan ráðuneytis Geirs hafi náð til hans. „Ég dreg það ekki í efa, ef Geir segist ekki hafa heyrt af þessu tilboði, því ég þekki Geir ekki af öðru en að hann segi satt og rétt frá. Viðbrögð hans vekja hins vegar hjá mér spurningar um boðleiðir í utanríkisráðuneytinu, sem hann stýrði. Heimildir sem ég treysti, og ofbuðu þau vinnubrögð sem stjórnvöld hafa beitt í samningaviðræðunum, greindu mér frá því að Bandaríkjamenn hefðu óformlega fyrr á árinu, viðrað við Íslendinga að þeir væru tilbúnir til þess að greiða Íslendingum 36 milljónir dollara fyrir að sjá um ákveðin verkefni sem litu að umsjón og viðhaldi á fasteignum Atlantshafsbandalagsins. Hvernig sem því var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld er óhjákvæmilegt annað en að formaður viðræðunefndarinnar hafi vitað af því.“ Össur segir útreikninga, sem að baki tilboðinu liggja, hafa verið afhenta utanríkisráðuneytinu fyrr á þessu ári. „Ég veit hins vegar að upphæðin var niðurstaða útreikninga sem Bandaríkjamenn létu framkvæma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þetta væri kostnaðurinn við þessi tilteknu verk. Frá sömu heimildum hef ég það, að blöð með þessum útreikningum hafi verið afhent utanríkisráðuneytinu, ekki síðar en í maí eða júní á þessu ári. Ég hef nefnt þessa tölu við háttsetta embættismenn sem hafa kannast við þessa tölu.“
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent