Árás á stúlku á leið í vinnu 11. ágúst 2006 06:15 Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu. Innlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu.
Innlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira