Ofurlaun 12. ágúst 2006 08:45 Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira
Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira