Til skoðunar að heimila hvalveiðar 12. ágúst 2006 07:45 Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira