Crouch tryggði Liverpool skjöldinn 13. ágúst 2006 18:59 Hér eru þeir Peter Crouch og John Arne Riise að fagna sigrinum gegn Chelsea en þeir skoruðu mörk Liverpool í leiknum. nordicphotos/getty Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. ¿Þessi sigur gefur leikmönnum vonandi aukið sjálfstraust nú þegar deildarkeppnin er að fara að byrja. það er alltaf erfitt að spila á móti liði sem er eitt af því bestu í heiminum en mínir menn unnu sína vinnu vel í þessum leik. Á lokamínútunni voru ennþá allir að leggja sig fram af fullum krafti,¿ sagði Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að liðið vann hinn svokallaða Samfélagsskjöld með því að leggja Englandsmeistara Chelsea að velli 2-1 á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Leikurinn um þennan skjöld markar upphaf hvers keppnistímabils á Englandi en þar mætast deildarmeistararnir og bikarmeistararnir frá síðasta leiktímabili. Benítez leyfði sér að geyma nokkra lykimenn á bekknum, þar á meðal fyrirliðann Steven Gerrard. Þrátt fyrir það vann Liverpool leikinn en úrslitin verða að teljast sanngjörn. ¿Þetta sýnir það bara hve sterkan leikmannahóp ég er með í höndunum. Við lékum vel í báðum hálfleikjum og ég er ánægður þó alltaf sé hægt að gera aðeins betur í nokkrum atriðum,¿ sagði Benítez. Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta mark leiksins í gær eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék upp allan völlinn og skaut knettinum í netið af um 25 metra færi framhjá Carlo Cudicini sem stóð í marki Chelsea í gær vegna meiðsla Petr Cech. Michael Ballack lauk leik um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla en fram að því hafði hann lítið sést í leiknum. Mark Gonzalez var líflegur í liði Liverpool og var óheppinn að ná ekki að skora áður en Chelsea jafnaði. Andriy Shevchenko átti góðan leik í dag og skoraði gott mark fyrir Chelsea.nordicphotos/getty Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko var skeinuhættur í fremstu víglínu hjá Chelsea og náði að jafna metinn á 43. mínútu, hann fékk frábæra sendingu frá Frank Lampard og kláraði færið snilldarlega. Snemma í seinni hálfleik átti hann skalla sem Reina í marki Liverpool varði naumlega. Þá tók Benítez til sinna ráða og Gerrard og Xabi Alonso inn sem varamenn og svo stuttu seinna kom Craig Bellamy. Sá síðastnefndi lagði síðan upp sigurmarkið sem Peter Crouch skoraði með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. ¿Ég er í fótboltanum til að ná árangri og að sjálfsögðu er farið út í alla leiki með það að markmiði að sigra. Fólk talar um að þessi leikur skipti ekki máli en ef maður horfir á stuðningsmennina og leikmennina á vellinum sér maður að það er bara ekki rétt,¿ sagði Crouch sem sleppti því að taka hinn sívinsæla vélmennadans þegar hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði að sigur Liverpool hefði verið sanngjarn. ¿Ef ég lít á þennan leik sem æfingaleik þá er ég mjög ánægður. Þarna fengum við leik gegn liði sem er í mun betra ástandi en við. Ef ég lít á þennan leik sem keppni um titil er ég mjög ósáttur. Þeir eru komnir lengra í sínum undirbúningi og voru betri á vellinum, það er ekki flókið,¿ sagði Mourinho sem vonast til að meiðsli Ballack séu ekki alvarleg. ¿Nú þegar eru Cech, Joe Cole og Claude Makelele á meiðslalistanum svo við megum ekki við mikið fleirum á hann.¿ Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. ¿Þessi sigur gefur leikmönnum vonandi aukið sjálfstraust nú þegar deildarkeppnin er að fara að byrja. það er alltaf erfitt að spila á móti liði sem er eitt af því bestu í heiminum en mínir menn unnu sína vinnu vel í þessum leik. Á lokamínútunni voru ennþá allir að leggja sig fram af fullum krafti,¿ sagði Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að liðið vann hinn svokallaða Samfélagsskjöld með því að leggja Englandsmeistara Chelsea að velli 2-1 á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Leikurinn um þennan skjöld markar upphaf hvers keppnistímabils á Englandi en þar mætast deildarmeistararnir og bikarmeistararnir frá síðasta leiktímabili. Benítez leyfði sér að geyma nokkra lykimenn á bekknum, þar á meðal fyrirliðann Steven Gerrard. Þrátt fyrir það vann Liverpool leikinn en úrslitin verða að teljast sanngjörn. ¿Þetta sýnir það bara hve sterkan leikmannahóp ég er með í höndunum. Við lékum vel í báðum hálfleikjum og ég er ánægður þó alltaf sé hægt að gera aðeins betur í nokkrum atriðum,¿ sagði Benítez. Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta mark leiksins í gær eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék upp allan völlinn og skaut knettinum í netið af um 25 metra færi framhjá Carlo Cudicini sem stóð í marki Chelsea í gær vegna meiðsla Petr Cech. Michael Ballack lauk leik um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla en fram að því hafði hann lítið sést í leiknum. Mark Gonzalez var líflegur í liði Liverpool og var óheppinn að ná ekki að skora áður en Chelsea jafnaði. Andriy Shevchenko átti góðan leik í dag og skoraði gott mark fyrir Chelsea.nordicphotos/getty Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko var skeinuhættur í fremstu víglínu hjá Chelsea og náði að jafna metinn á 43. mínútu, hann fékk frábæra sendingu frá Frank Lampard og kláraði færið snilldarlega. Snemma í seinni hálfleik átti hann skalla sem Reina í marki Liverpool varði naumlega. Þá tók Benítez til sinna ráða og Gerrard og Xabi Alonso inn sem varamenn og svo stuttu seinna kom Craig Bellamy. Sá síðastnefndi lagði síðan upp sigurmarkið sem Peter Crouch skoraði með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. ¿Ég er í fótboltanum til að ná árangri og að sjálfsögðu er farið út í alla leiki með það að markmiði að sigra. Fólk talar um að þessi leikur skipti ekki máli en ef maður horfir á stuðningsmennina og leikmennina á vellinum sér maður að það er bara ekki rétt,¿ sagði Crouch sem sleppti því að taka hinn sívinsæla vélmennadans þegar hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði að sigur Liverpool hefði verið sanngjarn. ¿Ef ég lít á þennan leik sem æfingaleik þá er ég mjög ánægður. Þarna fengum við leik gegn liði sem er í mun betra ástandi en við. Ef ég lít á þennan leik sem keppni um titil er ég mjög ósáttur. Þeir eru komnir lengra í sínum undirbúningi og voru betri á vellinum, það er ekki flókið,¿ sagði Mourinho sem vonast til að meiðsli Ballack séu ekki alvarleg. ¿Nú þegar eru Cech, Joe Cole og Claude Makelele á meiðslalistanum svo við megum ekki við mikið fleirum á hann.¿
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira