Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt 14. ágúst 2006 06:45 Magnús Norðdahl Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira