„Þetta er pólitísk vakning“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 15:06 Sigmundur Davíð fór yfir víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Miðflokksins í dag. Vísir/Lýður Valberg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Miðflokkurinn Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Miðflokkurinn Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?