Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla 14. ágúst 2006 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði." Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði."
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira