Mikið úrval borgarferða 14. ágúst 2006 07:30 Borgarferðir Höfuðborg Slóveníu, Ljubljana, er vinsæll áfangastaður í haust en Heimsferðir og Úrval Útsýn eru með beint leiguflug til borgarinnar. Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is. Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is.
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira