Hross sturluðust á Menningarnótt 22. ágúst 2006 07:45 Þórarinn jónasson hestabóndi Segist þekkja dæmi þess að hross hlaupi fram af klettum vegna ofsahræðslu af völdum flugelda. Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira
Þau tryllast af hræðslu og hlaupa í gegnum girðingar á fullri ferð þegar svona læti byrja eins og í flugeldasýningunni á laugardaginn, og þá halda engar girðingar, segir Þórarinn Jónasson hjá hestaleigunni Laxnesi í Mosfellsdal. Hann segir hross sín hafa fyllst mikilli skelfingu meðan á flugeldasýningunni stóð þrátt fyrir að hafa verið töluvert frá sýningunni. Hross olli banaslysi á Vesturlandsvegi um miðnætti á Menningarnótt. Tvö hross hlupu í skelfingu sinni í gegnum girðingu í hesthúsahverfinu í Leirvogi og upp á veg. Þar ók bifreið á annað hrossið með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist til og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maður á fimmtugsaldri lést í árekstrinum og annar liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Morguninn eftir stóðu hestarnir mínir, sem eru um áttatíu talsins, enn allir saman í hnipri efst uppi í horni við girðinguna hjá mér dauðskelkaðir mörgum klukkutímum eftir flugeldasýninguna, segir Þórarinn. Hann segist þekkja dæmi þess að hross hafi hlaupið fram af klettum í ofsahræðslu vegna flugelda. Á gamlárskvöld hafa menn brugðið á það ráð að loka öll hrossin inni og hækka í útvarpstækjum upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að hrossin heyri sprengingarnar. Flugeldasýningin á laugardagskvöldið var sú stærsta hingað til á Menningarnótt að sögn skipuleggjanda. Þar að auki var hún í fyrsta skipti höfð úti á sjó og telur Þórarinn að það hafi orsakað meiri skelfingu hjá hrossum en ella. Sýningin var nær okkur og á opnara svæði og sprengingarnar glumdu hér yfir öllu, segir Þórarinn. Hesthúsahverfið sem hrossin sluppu úr er við sjóinn og því í næsta umhverfi við sýninguna. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var ekki haft samband við dýraeigendur í aðdraganda flugeldasýningarinnar til að vara sérstaklega við mögulegum áhrifum hennar á dýr. Þá var ekki beint til dýraeigenda að halda dýrum sínum innandyra meðan á henni stæði. Flugeldasýningin hefur aldrei verið jafn vel kynnt og í ár. En stjórn Menningarnætur hafði ekki samband sérstaklega við dýraeigendur og það hefur hún aldrei gert þau ár sem flugeldasýningin hefur verið haldin, sagði Sif. Hjá Húsdýragarðinum í Laugardal er gripið til sérstakra ráðstafana fyrir flugeldasýninguna á Menningarnótt sem og gamlárskvöld. Þá eru dýrin lokuð inni á meðan lætin standa yfir. Að sögn Óskars Þór Sigurðssonar lögreglufulltrúa verður málið rannsakað af lögreglunni næstu daga. Vegalengdin frá girðingunni þar sem hrossin voru og að slysstað verður skoðuð. Út frá vegalengdinni komumst við vonandi að því hvort hrossin fældust vegna flugeldasýningarinnar sem haldin var í tengslum við Menningarnótt eða hvort aðrir aðilar hafi skotið upp flugeldum með þeim afleiðingum að hrossin fældust.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira