Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok 22. ágúst 2006 07:45 Tankar olíufélaganna Rannsókn á samráði olíufélaganna hefur tekið langan tíma enda málið umfangsmikið og flókið. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins vegna málsins er meira en þúsund blaðsíður á lengd. MYND/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar. Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar.
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira