Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd 23. ágúst 2006 07:45 Sabine Leskopf Segist hafa orðið vör við mikla hræðslu meðal kvenna við að vera vísað úr landi. Sabine er stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. MYND/Heiða Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst. Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst.
Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira