Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni 23. ágúst 2006 07:45 Pálmi Jóhannesson á fundinum Pálmi lagði sig allan fram við að útskýra flókna verkfræði Kárahnjúkavirkjunar fyrir fundargestum með einföldum hætti. Hann sést hér fara yfir ýmis verkfræðileg mál sem upp geta komið vegna Hálslóns. MYND/GVA Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn. Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira
Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira