Tveir Íslendingar í haldi í Brasilíu 24. ágúst 2006 07:45 Tveir Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Brasilíu fyrir tvö aðskilin fíkniefnamál. Tuttugu og níu ára Íslendingur situr í gæsluvarðhaldi fyrir að reyna að smygla úr landi tveimur kílóum af kókaíni. Maðurinn var handtekinn norðanlega í landinu í byrjun júní síðastliðnum. Mál mannsins kom inn á borð hjá utanríkisráðuneytinu í framhaldi handtökunnar í sumar og hafði ráðuneytið milligöngu um að útvega honum lögfræðing. Okkur hafa ekki borist upplýsingar um hvort dómur sé fallinn í máli mannsins, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu. Að sögn Péturs situr maðurinn enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og ráðuneytinu hefur ekki borist frekari ósk um aðstoð frá manninum. Verði hann fundinn sekur getur hann átt von á að afplána allt að átján ára fangelsisdóm. Annar tuttugu og níu ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvellinum í Sao Paulo á mánudaginn þegar rúm tólf kíló af hassi fundust við gegnumlýsingu á hátalaraboxi sem hann hafði meðferðis frá Amsterdam. Við nánari leit á manninum fundust nokkrar e-töflur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm, eða allt að sautján ár á bak við lás og slá. Maðurinn sem var handtekinn á dögunum hefur setið í fangelsi hérlendis vegna fíkniefnamisferlis. Samkvæmt heimildum blaðsins býr faðir hans jafnframt í Brasilíu og hefur hlotið ótal dóma hérlendis fyrir ýmsar sakir. - Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Tveir Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Brasilíu fyrir tvö aðskilin fíkniefnamál. Tuttugu og níu ára Íslendingur situr í gæsluvarðhaldi fyrir að reyna að smygla úr landi tveimur kílóum af kókaíni. Maðurinn var handtekinn norðanlega í landinu í byrjun júní síðastliðnum. Mál mannsins kom inn á borð hjá utanríkisráðuneytinu í framhaldi handtökunnar í sumar og hafði ráðuneytið milligöngu um að útvega honum lögfræðing. Okkur hafa ekki borist upplýsingar um hvort dómur sé fallinn í máli mannsins, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu. Að sögn Péturs situr maðurinn enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og ráðuneytinu hefur ekki borist frekari ósk um aðstoð frá manninum. Verði hann fundinn sekur getur hann átt von á að afplána allt að átján ára fangelsisdóm. Annar tuttugu og níu ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvellinum í Sao Paulo á mánudaginn þegar rúm tólf kíló af hassi fundust við gegnumlýsingu á hátalaraboxi sem hann hafði meðferðis frá Amsterdam. Við nánari leit á manninum fundust nokkrar e-töflur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm, eða allt að sautján ár á bak við lás og slá. Maðurinn sem var handtekinn á dögunum hefur setið í fangelsi hérlendis vegna fíkniefnamisferlis. Samkvæmt heimildum blaðsins býr faðir hans jafnframt í Brasilíu og hefur hlotið ótal dóma hérlendis fyrir ýmsar sakir. -
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira