Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi 25. ágúst 2006 07:45 "Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur. Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
"Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur.
Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira