Flýr Interpol til Brasilíu 25. ágúst 2006 07:45 Davíð Garðarsson Flúði land áður en hann hóf afplánun tæplega þriggja ára dóms vegna nauðgunar og dvelur nú samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brasilíu ásamt öðrum íslenskum einstaklingi með langa sakaskrá. Mynd/Þök Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur. Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur.
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira