
Fótbolti
Real vildi Kaka í skiptum

AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar.