Láta drauminn rætast 26. ágúst 2006 08:30 Blaðamannafundurinn í gær Þróunaraðstoð Íslendinga í Malaví hefur borið mikinn árangur, að sögn ÞSSÍ, og vonast stofnunin til að starf hjónanna muni bæta um betur. MYND/ANTON Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira