Fimm Íslendingar eftirlýstir af Interpol 26. ágúst 2006 08:00 Fíkniefni Kókaín Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni. Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni.
Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira