Íslendingar of ríkir fyrir styrki 28. ágúst 2006 06:30 Árdís Sigurðardóttir Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða. Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða.
Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira