Fáir útlendingar á bótum 28. ágúst 2006 07:45 Erlendir verkamenn Erlendir starfsmenn, sem fá tímabundið atvinnuleyfi hjá ákveðnu fyrirtæki, geta ekki fengið atvinnuleysisbætur, missi þeir vinnuna. Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira