Stýrivextir eru háir á Íslandi 28. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir við húsbyggingu Seðlabankinn og ríkisvaldið hafa að undanförnu reynt að taka á þenslu með fastari tökum á ríkisrekstrinum. Miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars við húsbyggingar, hafa haft mikil áhrif. MYND/Stefán Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“ Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira