Upplýsingaskyldan þyrfti að vera skýrari 6. september 2006 07:15 Bryndís Hlöðversdóttir Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að slípa þessar reglur til. Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar. Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar.
Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira