Segir leynifangelsi nauðsynleg 7. september 2006 07:15 Guantanamo Fjórtán fangar bætast brátt í hóp þeirra sem fyrir eru í fangelsi bandaríska hersins við Guantanamo á Kúbu. MYND/AP George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hann sagði þó ekkert hvar þessi fangelsi væru. Hann nefndi nokkra af föngunum á nafn og sagði að fjórtán fangar myndu verða fluttir til fangelsis Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu, þar sem þeir yrðu sóttir til saka. Það hefur verið nauðsynlegt að flytja þessa menn í umhverfi þar sem hægt er að halda þeim í leynum, gefa sérfræðingum færi á að yfirheyra þá og, þegar svo ber undir, sækja þá til saka fyrir hryðjuverk, sagði Bush. Bandarísk stjórnvöld hafa til þessa ekki viljað viðurkenna að þessi leynilegu fangelsi væru til, en þau hafa engu að síður sætt harðri gagnrýni fyrir að starfrækja þau. Ásakanir hafa gengið um að pyntingar hafi verið stundaðar í sumum þessara fangelsa. Í gær birti jafnframt bandaríski herinn nýja handbók um yfirheyrslur fanga, sem verið hefur í smíðum í meira en ár. Þar eru settar strangar reglur um mannúðlega meðferð fanga, og meðal annars er lagt blátt bann við því að hræða fanga með hundum, hylja höfuð þeirra alveg með hettum og beita svonefndri vatnsbrettaaðferð, sem veldur því að fanganum finnist hann vera að drukkna. Allar deildir bandaríska hersins þurfa að fara eftir þessum reglum, en leyniþjónustan CIA er þó óbundin af þeim þar sem hún stendur utan hersins. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa að hluta til séð um yfirheyrslur fanga, sem herinn hefur í haldi, meðal annars við Guantanamo á Kúbu og í Abu Graib fangelsinu í Írak. Erlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hann sagði þó ekkert hvar þessi fangelsi væru. Hann nefndi nokkra af föngunum á nafn og sagði að fjórtán fangar myndu verða fluttir til fangelsis Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu, þar sem þeir yrðu sóttir til saka. Það hefur verið nauðsynlegt að flytja þessa menn í umhverfi þar sem hægt er að halda þeim í leynum, gefa sérfræðingum færi á að yfirheyra þá og, þegar svo ber undir, sækja þá til saka fyrir hryðjuverk, sagði Bush. Bandarísk stjórnvöld hafa til þessa ekki viljað viðurkenna að þessi leynilegu fangelsi væru til, en þau hafa engu að síður sætt harðri gagnrýni fyrir að starfrækja þau. Ásakanir hafa gengið um að pyntingar hafi verið stundaðar í sumum þessara fangelsa. Í gær birti jafnframt bandaríski herinn nýja handbók um yfirheyrslur fanga, sem verið hefur í smíðum í meira en ár. Þar eru settar strangar reglur um mannúðlega meðferð fanga, og meðal annars er lagt blátt bann við því að hræða fanga með hundum, hylja höfuð þeirra alveg með hettum og beita svonefndri vatnsbrettaaðferð, sem veldur því að fanganum finnist hann vera að drukkna. Allar deildir bandaríska hersins þurfa að fara eftir þessum reglum, en leyniþjónustan CIA er þó óbundin af þeim þar sem hún stendur utan hersins. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa að hluta til séð um yfirheyrslur fanga, sem herinn hefur í haldi, meðal annars við Guantanamo á Kúbu og í Abu Graib fangelsinu í Írak.
Erlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira