Tveir af þekktustu núlifandi hagfræðingum heims fá heiðursdoktorsnafnbót frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 21. október.
Annar þeirra, Robert Mundell, hefur verið kallaður faðir evrunnar en hann er talinn upphafsmaður kenningarinnar um hagkvæm myntsvæði. Hann setti einna fyrstur fram hugmyndina um sameiginlega mynt fyrir Evrópu. Reyndar hefur hann verið þeirrar skoðunar að heimurinn ætti að sameinast um sömu mynt. Fyrir þessar hugmyndir sínar hlaut hann Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hefur verið prófessor við Columbia-háskóla í New York í rúm þrjátíu ár.
Hinn prófessorinn, Assar Lindbeck, er fæddur í Svíþjóð og var formaður Nóbelsverðlaunanefndarinnar í hagfræði um langt skeið. Lindbeck hefur verið fremstur í flokki þeirra hagfræðinga sem hafa varað Svía við efnahagslegum afleiðingum velferðarstefnu þeirra, sem hann telur ekki nógu hagkvæma.
Friðrik Már Baldursson, prófessor og forseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, kveðst að vonum ánægður með komu þessara manna. Þeir hafi báðir átt góð samskipti við deildina hér á landi og því þyki honum mikill heiður að fá þá hingað til lands.
Tveir af þekktustu hagfræðingum heims heiðraðir

Mest lesið

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent

„Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“
Viðskipti innlent


Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi
Viðskipti innlent

Viðar nýr sölustjóri Wisefish
Viðskipti innlent



Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent


Semja um fjögurra milljarða króna lán
Viðskipti innlent