Tónlist

Gefa út hjá Morr

Hljómsveitirnar Seabear og Benni Hemm Hemm gefa nú út hjá hinu þýska fyrirtæki Morr.
Hljómsveitirnar Seabear og Benni Hemm Hemm gefa nú út hjá hinu þýska fyrirtæki Morr.
Hljómsveitirnar Seabear og Benni Hemm Hemm hafa gert samninga við þýska plötufyrirtækið Morr, sem er í Berlín.

Morr hefur meðal annars gefið út plötur múm en nú bætist við nýjasta plata Benna Hemm Hemm sem hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda og ný EP-plata frá Seaber.

Ekki er langt síðan Jóhann Jóhannsson gerði samning við 4AD, sem hefur gefið út plötur Pixies og Gus Gus, um að fyrirtækið gefi út nýjustu plötu hans IBM 1401, A User"s Manual. Það er því ljóst að íslensk tónlist er sífellt að verða eftirsóttari úti í hinum stóra heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×