Dótturfélag Avion Group, XL Leisure Group, hefur fest kaup á öllu hlutafé frönsku ferðaskrifstofunnar Vacances Heliades. Kaupverðið er tæplega 700 milljónir. Heliades flýgur frá Frakklandi til átta mismunandi áfangastaða í Grikklandi og víðar.
Mikil samlegðaráhrif felast í kaupunum fyrir Avion Group því að breska ferðaskrifstofan Kosmar, sem er einnig í eigu Avion Group, flytur farþega til sömu áfangastaða að hluta til. Þá verður flugrekstraraðili félagsins í Frakklandi Star Airlines, en Avion Group festi kaup á því flugfélagi í febrúar.