Eins og blaut tuska framan í organista 18. september 2006 03:30 Úr Skálholti. Deilt er um skipulagsbreytingar í Skálholti en sóknarnefnd telur stjórn Skálholts hafa ákveðið einhliða að gjörbreyta starfi í Skálholti. MYND/Stefán Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira