Eins og blaut tuska framan í organista 18. september 2006 03:30 Úr Skálholti. Deilt er um skipulagsbreytingar í Skálholti en sóknarnefnd telur stjórn Skálholts hafa ákveðið einhliða að gjörbreyta starfi í Skálholti. MYND/Stefán Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti. Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti.
Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira