Tuttugu hafa látið lífið í umferðarslysum á árinu 18. september 2006 04:30 Suðurlandsvegur. Forstjóri Umferðarstofu segist ánægður með viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu "Nú segjum við STOPP". Hann segir óhætt að kalla það þjóðarinnræti Íslendinga að vilja leggja lóð á vogarskálarnar. Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun. Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun.
Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira