Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs 20. september 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra segir varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa þróast í takt við væntingar sínar. Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar. Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar.
Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira