Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát 22. september 2006 07:45 Við eldunaraðstöðuna Gregor Ceynowa og Bodgan Sawicki segja að vinnuveitendur sínir hafi ekki staðið við samkomulag um laun og húsnæði. Þeir bjuggu um borð í skipi í nokkra mánuði. Eldunarstöðunni komu Pólverjarnir upp en þeir sögðust ekki hafa haft sturtu. MYND/Heiða Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann. Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann.
Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira