Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana 22. september 2006 07:30 Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni. Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni.
Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira