Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt 23. september 2006 06:00 lokaútsendingin Útsendingum NFS á sérstakri sjónvarpsrás lauk klukkan átta í gærkvöldi. Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir stýrðu seinasta fréttatímanum og kvöddu áhorfendur í lok hans. fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS. Innlent Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
fjölmiðlar Útsendingum fréttastöðvarinnar NFS var hætt í gær. Um tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum, þar af sjö frétta- og dagskrárgerðarmönnum. Markmiðið með breytingunum er að lækka tilkostnað og leggja meiri áherslu á fréttavefinn Vísi. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hélt fund með starfsmönnum í gær þar sem ákvarðanir stjórnar Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, voru kynntar. Fréttir verða áfram fluttar á hefðbundnum tímum á Bylgjunni og Stöð 2. Þættirnir Ísland í dag og Ísland í bítið verða einnig áfram á dagskrá. Eftir breytingarnar verða stöðugildi á NFS um 55, en auk þeirra koma lausráðnir starfsmenn og verktakar að starfseminni. „Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum vinum og góðu starfsfólki en við erum að breyta um áherslur og ætlum að efla fréttaþjónustu á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, í hádegis- og kvöldfréttum og á vefnum,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS. „Við erum einfaldlega í því umhverfi að það er erfitt að reka einkarekinn fjölmiðil við þær aðstæður sem honum hafa verið skapaðar.“ Sigmundur segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á en telur að takast muni eftir nokkur ár að halda úti slíkri þjónustu. „Þær tekjur sem við náðum að hafa af sjónvarpsútsendingunum yfir daginn voru einfaldlega lægri en þurft hefði til að halda úti svona vandaðri og metnaðarfullri fréttadagskrá allan daginn,“ segir Ari Edwald. „Við erum einkafyrirtæki sem starfar í óvinveittu umhverfi. Stefna stjórnvalda er mjög fjandsamleg frjálsu framtaki og einkarekstri á þessu sviði atvinnulífsins.“ Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum sagt upp í gær. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður áfram fréttastjóri NFS. Þór Jónsson, sem mun einbeita sér að sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, og Þórir Guðmundsson, sem mun stýra Vísi og fréttum á Bylgjunni, verða aðstoðarfréttastjórar. Elín Sveinsdóttir verður framleiðslustjóri NFS.
Innlent Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira