Atvinnulausir verði virkir 25. september 2006 01:30 Signý Jóhannsdóttir Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu. Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu.
Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira