Íslenskt sjónvarpsefni aukið á RÚV 29. september 2006 00:01 Nú verða sagðar fréttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri fluttu fréttir af nýjum samningi um hlutverk og skyldur RÚV í gær. MYND/heiða Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira