Skólplögnin er í vafasömu ástandi 2. október 2006 04:30 Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður með fasteignum á varnarsvæðinu, er í hópi þeirra Íslendinga sem þekkja varnarsvæðið og ástand fasteigna þar hvað best. Hann telur skólplögnina „í vafasömu ástandi“ og vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. MYND/víkurfréttir Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn. Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn.
Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45