Fólksflæði mest til Íslands 2. október 2006 03:30 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni. Innlent Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni.
Innlent Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira