Prests- og djáknavígsla fór fram í Dómkirkjunni í gær. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur til djákna og Hans Guðberg Alfreðson og Guðmund Örn Jónsson til presta.
Jóhanna Guðrún hefur verið ráðin sem skóladjákni í Garðasókn, Kjalarnessprófastsdæmi. Hans Guðberg hefur verið kallaður af Garðasókn til þjónustu sem skólaprestur í Garðabæ og Guðmundur Örn hefur verið skipaður sem prestur í Vestmannaeyjaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi.