Rykkornin eru risavaxin 2. október 2006 02:45 Vísindamenn við störf Unnið er með smæstu stærðirnar í rykfríu hreinherbergi. Full loftskipti eru á þrjátíu sekúndna fresti og er lýsingin gul svo betur megi vernda ljósnæm efni sem þar eru notuð.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Örtæknikjarni hefur verið tekinn í notkun í Háskóla Íslands. Sambærilega aðstöðu og þá sem nú hefur verið opnuð má finna í flestum stærri háskólum veraldar. Hún gefur vísindamönnum möguleika á að framleiða hluti á örsmæðarmælikvarða úr ýmsum efnum. Hægt er að prenta í þessi efni munstur sem nema um einum hundraðasta úr hársbreidd og þykkt þeirra getur verið allt niður í einstök atómlög sem nema einum nanómetra, sem er einn milljarðasti úr metra. Því er um að ræða stærðir sem eru minni en rykkorn. Örtæknin eða nanótækni, eins og hún er einnig oft nefnd hefur haft gríðarleg áhrif á tækniþróun undanfarinna áratuga, í tölvutækni, samskiptatækni, efnistækni, líftækni, læknisfræði og á fleiri sviðum. Margir vísindamenn um heiminn hafa líkt þróun örtækninnar við tilkomu iðnbyltingarinnar á átjándu öld. Tækniframfarir framtíðarinnar eigi að miklum hluta eftir að byggjast á þróun hennar. Umfangsmikil tækjauppbygging hefur verið í örtækni á Íslandi frá árinu 2004. Tækjakostinum hefur verið deilt á tvo örtæknikjarna og er annar þeirra staðsettur í Háskóla Íslands en hinn á Iðntæknistofnun. Kostnaður við tækjabúnaðinn fyrir árin 2004-2007 er talinn nema um 150 milljónum króna. Við opnunarræðu Kristínar Ingólfsdóttur háskólarektors vísaði hún til þess að heiti þessarar tækni væri dregið af gríska orðinu nanó sem þýðir dvergur. Hún ítrekaði þó að þær væntingar sem bundnar væru við tilkomu örtæknikjarnanna væru ekki í dvergstærðum heldur risavaxnar. Kjarnarnir feli í sér mikilvæg tækifæri fyrir íslenskt rannsóknarsamfélag. Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Sjá meira
Örtæknikjarni hefur verið tekinn í notkun í Háskóla Íslands. Sambærilega aðstöðu og þá sem nú hefur verið opnuð má finna í flestum stærri háskólum veraldar. Hún gefur vísindamönnum möguleika á að framleiða hluti á örsmæðarmælikvarða úr ýmsum efnum. Hægt er að prenta í þessi efni munstur sem nema um einum hundraðasta úr hársbreidd og þykkt þeirra getur verið allt niður í einstök atómlög sem nema einum nanómetra, sem er einn milljarðasti úr metra. Því er um að ræða stærðir sem eru minni en rykkorn. Örtæknin eða nanótækni, eins og hún er einnig oft nefnd hefur haft gríðarleg áhrif á tækniþróun undanfarinna áratuga, í tölvutækni, samskiptatækni, efnistækni, líftækni, læknisfræði og á fleiri sviðum. Margir vísindamenn um heiminn hafa líkt þróun örtækninnar við tilkomu iðnbyltingarinnar á átjándu öld. Tækniframfarir framtíðarinnar eigi að miklum hluta eftir að byggjast á þróun hennar. Umfangsmikil tækjauppbygging hefur verið í örtækni á Íslandi frá árinu 2004. Tækjakostinum hefur verið deilt á tvo örtæknikjarna og er annar þeirra staðsettur í Háskóla Íslands en hinn á Iðntæknistofnun. Kostnaður við tækjabúnaðinn fyrir árin 2004-2007 er talinn nema um 150 milljónum króna. Við opnunarræðu Kristínar Ingólfsdóttur háskólarektors vísaði hún til þess að heiti þessarar tækni væri dregið af gríska orðinu nanó sem þýðir dvergur. Hún ítrekaði þó að þær væntingar sem bundnar væru við tilkomu örtæknikjarnanna væru ekki í dvergstærðum heldur risavaxnar. Kjarnarnir feli í sér mikilvæg tækifæri fyrir íslenskt rannsóknarsamfélag.
Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Sjá meira