Vændiskonur leita skjóls fyrir dólgum 3. október 2006 03:30 Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“ Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“
Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira