Erlendar skuldir geta varla lækkað meira 3. október 2006 07:15 Sterk staða Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir stöðu ríkissjóðs vera að styrkjast. Erlendar skuldir séu orðnar það lágar að þær verði varla lækkaðar meira. Hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2007 á Selfossi í gær. MYND/Pjetur Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni. Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni.
Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira