Kjartan Gunnarsson hættur sem framkvæmdastjóri 4. október 2006 05:30 Nýir tímar í Sjálfstæðisflokknum Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson stilla sér upp inni í fundarherbergi í Valhöll eftir að hafa rætt saman á skrifstofu Kjartans. Í baksýn hanga myndir af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins, og Geir H. Haarde, núverandi formanni. MYND/GVA Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira